Jæja 2013!
Þá er bara að arka af stað út í lífið. Nýtt ár, ný markmið, fleiri plön og ný verkefni.
Mér hefur alltaf þótt nýtt ár vera eins og nýtt tækifæri. Eins og ósýnileg lína sem þú dregur og stígur yfir, heldur svo af stað með ný markmið eða gömul markmið sem búið er að endurvekja.
Svo finnst mér alltaf svo stutt í vorið sem kemur með meiri birtu og lengri daga.
No comments:
Post a Comment