Monday, December 31, 2012

Nýtt ár.


Nú er nýtt ár að koma. Fyrir mér er þetta góður tími til að fara yfir árið, skoða hvað ég er sátt við, hvað betur hefði mátt fara og auðvitað hvað mig langar að áorka á næsta ári.

En ég gleymi ekki öllu því sem ég get verið þakklát fyrir. Öll sú gæfa sem fylgir mér og allt hið skemmtilega sem ég hef upplifað árið 2012. Ég hef náð að yfirstíga nokkrar hindranir og byrjaði að taka skref í átt að nýjum markmiðum sem hafa þroskað mig og gefið mér byr undir báða vængi.

Næstu daga tekur svo við mjög skemmtilegt tímabil í mínum huga, þar sem ég set mér markmið fyrir næsta ár.



(mynd fengin frá google.com)

Friday, December 21, 2012

Jólafrí

Byrjar jólafríið að setja á sig jólanaglakk og skella sér í hitting með yndislegum vinkonum.


Þó að ég sé ekki búin að klára að kaupa allar jólagjafir, taka til o.s.frv er ég staðráðin í að njóta þess að vera innan um gott fólk og hafa það gaman. Það er nú heldur ekki svo mikið eftir. 

Jólin koma þó að allt sé ekki flott og fullkomið, listin er að njóta þess þrátt fyrir það.

Wednesday, December 19, 2012

Strigaskór!

Ég fékk nýja þráhyggju í sumar: strigaskór! Og eg er ennþá með þessa þráhyggju, þrátt fyrir kólnandi veður og rigningu. Ég hef alltaf verið ein af þeim sem læt stílinn minn stjónrast af árstíðum. Þannig hef ég aldrei klætt mig í létta jakka, seint á haustin, ég er fljót að tína til þykkar peysur og fína dúnúlpan mín er fyrir löngu komin fram úr skápnum, tilbúin að standa sína plikt.

Það eina sem er öðruvísi en vanalega er að ég vel ennþá stigaskóna fram yfir annann skófatanað. Það er eitthvað svo sjarmerandi við að vera í sætum, vel notðum stigaskóm. Hvort sem það er við dúnúlpu eða fínan kjól. Ég á nú samt sem áður ekki von á að þessi þráhyggja verði ráðandi fram á vetur en það verður spenandi að sjá hversu lengi hún verður, kanski bara þangað til ég finn mér nýja (og e.t.v. skynsamlegri) skóþráhyggju.

Sunday, December 16, 2012

Jólin nálgast.

Stemmningin er alveg dásamleg, bara nokkrar jólagjafir eftir, nokkur jólakort verða föndruð handa yndilsegum vinkonum. Fallega rautt og sannserað jólanaglalakk keypt og prufað. Jólakerti, jólaskraut, jólamarengs (sem þó er ögn mislukkaður, en þó ætur).

Nú er bara að njóta lokaundirbúnings, pakka inn gjöfum, finna sér jóladress, fara niður laugarvegin í jólagleði..... 

Ég er alveg farin að kunna að meta þennan árstíma.


(ps ég lofa að vera duglegri að skrifa)

Sunday, November 18, 2012

Nokkrir góðir hlutir.

Falleg hálsmen, sem setja punktin yfir i-ið á dessinu

Í öllu brjálæðinu sem á sér stað alla daga hefur maður sjaldan tíma til að stoppa aðeins og njóta litlu smáatriðana í lífinu. Því finnst mér frábært að nota þetta blogg til að minna mig á það. Þar sem að undanfarnir daga hafa verið vægast sagt erfiðir hef ég tekið ákvörðun að gera það vikulega hérna. Ég er að stela hugmyndinni frá öðrum bloggara sem heldur úti alveg æðislegu bloggi sem kallast Cupcakes and Cashmere. Ég hef trú á að þetta geti verið alveg frábært hugmynd. Svo nú skulum við prufa og sjá hvernig þetta gengur.

Nokkrar af upphálds. 
Need I say more?

Tuesday, November 6, 2012

Kósy matur.


Undanfarið hefur veðrið verið að leika okkur grátt á höfuðborgarsvæðinu. Kuldi, rok og rigning hefur verið að ásækja okkur og einhvern vegin veit ég aldrei hvað kemur næst.

 Samt sem áður er ég aldrei tilbúin til að fá veturinn, ég er alltaf jafn hissa og undrandi þega nóvember er komin með myrkri og kulda. Í ár ákvað ég samt að vera undirbúin var búin að kaupa kerti til að fá fallega lýsingu í húsið og búin að koma fyrir lömpum á þeim stöðum sem ég tel að kerti séu ekki æskileg






Annað sem ég ætla að gera til að gera vetrarkuldan og myrkrið meira bærilegt er að elda kósý mat. Súpur, pottréttir og wok-pönnu réttir með mikið af góður grænmeti er yndilsleg tilbreyting frá ferska og sumarlega salatinu.

Sunday, October 28, 2012

Nokkur markmið í Nóvember!

Það er alltaf gott að byrja nýjan mánuð á að setja sér nokkur markmið. Vitur maður sagði eitt sinn að ef maður nýtir sér aldrei reynslu fortíðar til að læra af og gera betur munum við alltaf enda á sama stað og gera það sama og við höfum alltaf gert. Þó svo að ég þurfi ekki að gera einhverjar afdrifaríkar breytingar að þá er alltaf gott að athuga hvort að hægt sé að gera hlutina betur, lagfæra eitthvað eða bara prufa eitthvað nýtt. 

Svo ég setti mér nokkur markmið í Nóvember. Hið fyrsta var að gera 1-2 pósta hérna á bloggið, sjáum hvernig það gengur.



Klára að lesa Svartfugl (sem ég byrjaði á í águst).










 .......og taka til í draslinu hjá mér. Markmiðið er hjá mér að gera huggulegt í skammdeginu, kósýljós og hlýlega liti.

 

Það verður svo spennandi að sjá í lok næsta mánaðar hvernig tekst upp hjá mér.

Tuesday, October 9, 2012

sumir dagar......



Stundum geta hlutirnir bara snúst á hvolf í einni andrá. Þá er bara að taka síg taki og trúa.

Sunday, September 16, 2012

Haustið.

......Það er eitthvað svo rómantískt við haustið. Þó svo að mér finnist veturinn oft dimmur og drungalegur nýt ég alltaf haustins, það er eins og lognið á undan storminum. Fallegu litirnir sem koma með haustinu eru svo heillandi, ferska loftið og skólarnir byrja aftur.  Ný byrjun hefst.






Sjálf ætla ég að gera mitt besta til að njóta haustins og als sem það getur gefið mér. Ég er að prufa mig áfram í nýju námi og er spennt að sjá hvert (og hvort) það leiðir mig. Eitt er víst að engin veit nema hann reyni.

Sunday, August 26, 2012

Heima er best!







 Ég hef alltaf verið frekar heimakær. Þó svo að það sé alltaf gaman að gera skemmtilega hluti og hitta gott fólk, þá finnst mér alltaf jafn gott að eyða deginum heima í notalegheitum. Dunda mér við að hugsa um heimilið og elda góðan mat. 


Svo eftir orkuríkan og skemmtilegan laugardag, með Bootcamp keppni með frábæru liði og hressandi gleði um kvöldið. Fannst mér vel við hæfi að taka sunnudaginn rólegan. Með yndislegri möndlubotnspizzu í sunnudagskaffi. 

Sunday, August 12, 2012

Ágúst.

Alltaf líður sumarið jafn hratt. Ágúst rigningin sem er hlý og notaleg en segir mér samt að bráður fer að líða að hausti. Ég held að ágúst sé besti tíminn til að stinga af og fara á hlýja strönd, svona bara til að lengja aðeins sumarið. En fyrir okkur sem að erum heima í ágúst þá fann ég þessa skemmtilegu ljósmyndir, loftmyndir af ströndum. Á hvaða strönd myndi þig langa til að vera?




Saturday, August 4, 2012

Helgin langa!

Mér finnst alltaf eitthvað svo heillandi við að vera í bænum um verlsunarmannhelgina. Rólyndisbragur kemur yfir borgina og allir sem eru ekki í útileigu eru annað hvort að vinna eða staðráðnir í að njóta lífsins sem aldrei fyrr.

Ég hef hins vegar planað að hafa þessa helgi eins afslappaða og ég mögulega get. Borða góðan mat drekka kanski smá vín og hitta yndislegt fólk.

Og svona til að koma öllum í helgar gleði er hérna uppskrift af ávaxtasalati sem fær mann til að brosa og njóta  :   http://www.elanaspantry.com/simple-fruit-salad/



Friday, July 20, 2012

......




Stundum er svo gaman að sitja langt fram á nótt og prjóna.

Sunday, June 24, 2012

Sólskin og sætar ferskjur.



Laugardeginum var varið úti á svölum með tímarit og gómsætar ferskjur. Finnst svo yndislegt hvað sumar og sól setur allt annan blæ á tilveruna.

Wednesday, May 23, 2012

Here we go!

Mér hefur langað til  að prufa að blogga aftur í nokkurn tíma. Þannig að núna byrja ég bara, svo sjáum við bara hvernig þetta fer.