Stundum þegar þörfin fyrir eitthvað súkkulaðisætt verður alveg óstöðvandi finnst mér svo gott að búa til betri útgáfu af annars mjög sykurðu og óhollu. Þó að það sé ekki afsökun til þess að missa alveg kúlið og borða öll herlegheitin því þetta er jú samt sem áður nammi. Ef maður ætlar sér að halda sér í góðu formi er nausynlegt að vera með reiknisdæmið á hreinu, hitaeiningar eru alltaf hitaeiningar og ef þær eru ekki nýttar sem eldsneyti sitja þær bara sem fastast á kroppnum.
Þessi uppskrift er úr bókinni
Heilsuréttir fjölskyldunnar og er ótrúlega einföld, svo er kökunum bara skellt í frystinn og auðvelt að grípa í þegar allt stefnir í óefni.
En hér er uppskrifin:
100 gr 70% súkkulaði
60 gr smjör
4 msk. agave sýróp
5 dl kornfleks (helst sykurlaustog glúteinlaust)
setja allt nema korfleksið í pott og bræða saman, gæta þess þó að hafa lágann hita því súkkulaðið er viðkvæmt fyrir hita. Mæla kornflexið og setja það í skál. Hella svo súkkulaðblöndunni yfir og hræra vandlega. Setja síðan herlegheitinn í form og inn í kæli eða frysti í um klukkutíma, þegar þetta er fast saman er hægt að njóta.